Að HS Veitur ljúki sínum skyldum hratt og vel
2. janúar, 2024
Skemmd vatnslögn_minni
Hér er mynd sem sýnir öll lögin af lögninni ágætlega og hvernig skemmdirnar hafa farið með lögnina. Hún er löskuð á fleiri stöðum. Ljósmynd/aðsend

Bæjarráð ræddi á síðasta fundi sínum samskipti milli HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar vegna viðbragða við skemmdum á neysluvatnslögninni. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir strax næsta sumar sem byggðar eru á ráðleggingum sérfæðinga til að tryggja lögnina.

Ekki fjárhagslega forsvaranleg framkvæmd fyrir fyrirtækið

Í bréfi Páls Erland, forstjóra HS Veitna segir m.a. að haustið 2022 hafi Vestmannaeyjabær óskað eftir formlegu samstarfi við HS Veitur um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja á grundvelli sjónarmiða um almannavarnir. Fram kom að bærinn leitaði jafnframt atbeina ríkisins að verkefninu á grundvelli almannavarnasjónarmiða og „þjóðhagslegrar nauðsynjar.“

Frá þessum tíma hafa HS Veitur skoðað málið vandlega. Niðurstaða þeirrar skoðunar er sú, m.a. með hliðsjón af lagaheimildum til gjaldtöku og öðrum lagaskyldum HS Veitna sem rekstraraðila vatnsveitu, hitaveitu og dreifiveitu raforku í nokkrum sveitarfélögum, að slík framkvæmd sé ekki fjárhagslega forsvaranleg fyrir fyrirtækið. Þá er það ennfremur afstaða HS Veitna að verkefni af þessum toga falli utan hefðbundins vatnsveitureksturs og því utan heimilda og skyldna fyrirtækisins þegar allt er skoðað.

Í þessu sambandi er mikilvægt að minna á, að samfélagslega mikilvægir innviðir eru almennt ekki byggðir upp tvöfalt, hvort heldur sem er vegna afkastagetu eða öryggis. Almannavarnasjónarmið kunna að leiða til slíkrar niðurstöðu í einstaka tilvikum, en HS Veitur telja að viðkomandi sveitarfélög og íslenska ríkið þurfi að sinna verkefnunum í þeim tilvikum.

Enn liggur ekki fyrir formleg afstaða eigenda Hugins VE 55 né tryggingafélaga þess

Jafnframt segir í bréfi Páls að ljóst sé að stórkostlegt tjón hafi orðið á neðansjávarlögninni (NSL-3) þegar akkeri Hugins VE-55 fór í lögnina og dregur þessi tjónsatburður vel fram þá stöðu sem að framan er rakin

Enn liggur ekki fyrir formleg afstaða eigenda Hugins VE 55 né tryggingafélaga þess um bótaábyrgð á tjóninu. Hins vegar hefur VÍS lýst því yfir bréflega yfir við HS Veitur að félagið telji að fjárhæð bóta, sé háð takmörkunum á grundvelli siglingalaga. Hvorki fulltrúar útgerðar né tryggingafélaganna hafa gert nánari grein fyrir öllum skilmálum þeirra trygginga sem á kann að reyna í málinu, svo hvorki HS Veitur né Vestmannaeyjabær geta á þessu stigi áætlað endanlega kostnað við málið með hliðsjón af hugsanlegum bótum.

Eins og Vestmannaeyjabæ er kunnugt um hefur þegar verið farið í viðamiklar aðgerðir vegna tjónsins á neðansjávarlögninni til Eyja með það að markmiði að tryggja rekstur hennar og um leið vona að hún haldi út veturinn og fram á næsta sumar. Þessum aðgerðum er enn ekki lokið. Einnig er búið að fjárfesta í vatnsrörum til bráðabirgðatenginga við lögnina ef hún rofnar. Þá er rétt að halda til haga að kostnaður við að kanna möguleika þess að tengja 4“ lögnina frá árinu 1968 og við slíka tengingu fellur einnig undir mat á kostnaði við þessar bráðaaðgerðir. Ekki liggur fyrir hver heildarkostnaður við þessar aðgerðir verður en búast má við að hann verði að lágmarki 150 m.kr.

Samhliða þessu hefur verið unnið að undirbúningi þess að hægt verði að fara í varanlegar viðgerð á lögninni næsta sumar. Nokkrir kostir hafa verið í skoðun en eina borðliggjandi tilboðið um viðgerð á lögninni sumarið 2024 kemur frá NOV og hefur Vestmannaeyjabæ sem eiganda lagnarinnar verið kynntar þessar aðgerðir, enda nauðsynlegt að bærinn taki afstöðu til þeirra tilboða sem nú liggja fyrir í viðgerð hennar. Eins og komið hefur fram má gera ráð fyrir að þessi viðgerð þ.e. efni og vinna geti numið um og yfir 1.000 m.kr.

Fyrir liggur að Vestmannaeyjabær þarf að taka afstöðu til tilboðs NOV fyrir 31.12.2023 og greiða 50% af samningsfjárhæðinni sem eru þá um 160 milljónir króna við undirritun samnings. Þá má gera ráð fyrir að greiða þurfi 15% af samningsfjárhæð um skip til verksins eða um 60 milljónir króna við undirritun samnings. HS Veitur eru tilbúin til þess að annast utanumhalds þessa verkefnis f.h. Vestmannaeyjabæjar en nauðsynlegt að bærinn verði samningsaðili við NOV og JD-C enda eigandi lagnarinnar.

Hafna alfarið þessum sjónarmiðum og afstöðu HS Veitna hf.

Í bréfi Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra til HS Veitna segir að á undanförnum mánuðum hafi viðræður staðið yfir milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. um stöðu vatnsveitumála í sveitarfélaginu og lagningu nýrrar vatnslagnar sem þjóna á Vestmannaeyjabæ.

Á síðustu vikum hafa aðilar jafnframt rætt um þá stöðu sem er upp er komin vegna skemmda sem urðu á núverandi vatnslögn sem liggur til Eyja. Vestmannaeyjabæ barst bréf af því tilefni frá HS Veitum hf. 14. desember sl. þar sem afstaða félagsins til þessara mála er rakin.

Í bréfinu kemur m.a. fram að félagið hafi farið yfir málið og niðurstaða þeirrar skoðunar sé sú, m.a. með hliðsjón af lagaheimildum til gjaldtöku og öðrum lagaskyldum félagsins að framkvæmdvið lagningu nýrrar vatnslagnar sé ekki fjárhagslega forsvaranleg fyrir fyrirtækið. Þá er það enn fremur afstaða HS Veitna hf. að verkefni af þessum toga falli utan hefðbundins vatnsveitureksturs og því utan heimilda og skyldna fyrirtækisins.

Í þessu sambandi er af hálfu félagsins í fyrsta lagi vísað til almannavarnarsjónarmiða og að kostnaður vegna nýrrar lagnir sé þess eðlis að eðlilegt sé að kostnaður sé greiddur úr opinberum sjóðum. Þá er í öðru lagi vikið að eignarhaldi vatnsveitunnar, fjárhagslegri stöðu félagsins og fjárfestingarþörf sem og mögulegum aðgerðum til að reksturinn standi undir sér.

Í bréfinu er jafnframt vísað til samnings um neðansjávarlögn frá árinu 2009 þar sem byggt er á að samningurinn geri ekki ráð fyrir að HS Veitur hf. beri áhættu af meiri háttar áföllum sem verði á lögninni. Með vísan til þessara sjónarmiða er á því byggt af hálfu HS Veitna hf. í bréfinu að þaðsé í höndum Vestamannaeyjabæjar að taka afstöðu til tilboðs NOV vegna viðgerðar á hinni skemmdu vatnsveitulögn fyrir 31. desember 2023.

Vestmannaeyjabær hafnar alfarið þessum sjónarmiðum og afstöðu HS Veitna hf. enda er hún hvorki í samræmi við lögbundnar né samningsbundnar skyldur félagsins.

2. Kaupsamningur árið 2002 og lögbundnar skyldur HS Veitna hf.

Fyrir liggur kaupsamningur þar sem Hitaveita Suðurnesja keypti Bæjarveitur Vestmannaeyja af Vestmannaeyjabæ, dags. 11. janúar 2002. Í 1. gr. samningsins segir:

„Seljandi selur og kaupandi kaupir Bæjarveitur Vestmannaeyja kt. 481188-2539 í samræmi við samkomulag aðila frá 19. desember sem hluti kaupsamnings þessa. Með þessum samningi yfirtekur Hitaveita Suðurnesja hf. allar eignir, skuldir, réttindi og skyldur Bæjarveitna Vestmannaeyja. Við ákvörðun var miðað við niðurstöðu efnahagsreiknings 31.12.2000 en jafnframt yfirtekur Hitaveita Suðurnesja hf. allar eignir og skuldir sem myndast hafa á árinu 2001.“ [Áherslubreyting hér]

Samkvæmt 3. gr. kaupsamningsins var hið selda afhent frá og með 1. janúar 2002. Frá þeim tíma yfirtók félagið því bæði eignir og skuldir félagsins en tók einnig við réttindum og skyldum sem hvíla á vatnsveitum sveitarfélaga lögum samkvæmt.

Af þessu tilefni er rétt að minna á að rekstur vatnsveitu er meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Þegar samningurinn var gerður voru í gildi lög nr. 81/1991 um vatnsveitur sveitarfélaga sem voru felld úr gildi með núgildandi lögum nr. 32/2004.

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 81/1991 kom fram að í kaupstöðum og bæjum skyldi bæjarstjórn starfrækja vatnsveitu í þeim tilgangi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja, þar á meðal hafna, eftir því sem kostur væri.

Þá kom fram að sveitarfélag væri eigandi vatnsveitu þess og sæi um lagningu allra vatnsæða hennar, þ.e. aðalæða, dreifiæða og heimæða og annaðist og kostaði viðhald vatnsæðanna, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Jafnframt var mælt fyrir um að sveitarfélag sem lagt hefði vatnsveitu hefði einkarétt á rekstri hennar og sölu vatns á því svæði sem vatnsveitan næði yfir og hún gæti fullnægt innan staðarmarka sveitarfélagsins.

Að meginstefnu hvíla sömu skyldur á rekstraraðilum vatnsveita samkvæmt núgildandi lögum nr. 32/2004.

Í niðurlagi bréfs bæjarstjóra segir að af framangreindu leiði að sú skylda hvíli á rekstraraðila vatnsveitu í sveitarfélagi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja í sveitarfélaginu. Jafnframt er það skylda þeirra að sjá um lagningu vatnsæða, lagningu og kosta viðhald. Sá aðili sem hefur einkarétt á vatnsveitu á tilteknu svæði er því almennt valdbær um öll þau málefni sem af lögum um slíka starfsemi leiðir og ber skyldur að lögum til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu og sjá um rekstur vatnsveitu.

Með kaupsamningnum árið 2002 var einkaréttur Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu sveitarfélagsins framseldur til Hitaveitu Suðurnesja, nú HS Veitna hf. Ekki var nánar mælt fyrir um skilyrði eða kvaðir vegna framsalsins þar sem félagið tók við öllum réttindum og skyldum vatnsveitunnar. Þær lögbundnu skyldur sem áður hvíldu á sveitarfélaginu lögum samkvæmt hafa því að öllu leyti verið framseldar til félagsins sem ber skylda til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu, leggja vatnsæðar og kosta viðhald þeirra.

Vestmannaeyjabær gerir sér grein fyrir því að staða og rekstur vegna vatnsveitusveitarfélagsins hefur að mörgu leyti sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sem leiðir þá til þess að lagning vatnsæða og þar með rekstrarforsendur kunna að vera með öðrum hætti en víða annars staðar á landinu.

Í þessu sambandi er þó mikilvægt að hafa í huga að fjárhagslegar forsendur eða afstaða HS Veitna hf. sem hefur einkarétt á vatnsveitu í sveitarfélaginu, t.d. til þess hvort reksturinn sé forsvaranlegur fyrir félagið, víkur ekki til hliðarlögbundnum og samningsbundnum skyldum félagsins. Þá afléttir landfræðileg staða sveitarfélags eða aðstæður við lagningu vatnsæða og viðhald þeirra ekki heldur skyldum af HS Veitum hf. lögum samkvæmt né getur félagið valið sér verkefni til að sinna hverju sinni. Þetta hefur jafnframt þá þýðingu að sá samningur sem var gerður árið 2009, sem vísað er til í bréfi HS Veitna hf., sem kveður á um að félagið leigi vatnslögn af Vestmannaeyjabæ breytir engu um lögbundnar eða samningsbundnar skyldur HS Veitna hf. að öðru leyti, hvort sem það lýtur að því að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu, leggja nýjar vatnsæðar eða sjá um viðhald og rekstur þeirra.

Með vísan til alls framangreinds áréttar Vestamannaeyjabær afstöðu sína til málsins og hafnar alfarið þeim sjónarmiðum sem koma fram í bréfi HS Veitna hf. enda endurspegla þau hvorki lögbundnar né samningsbundnar skyldur félagsins. Af því leiðir einnig að sveitarfélagið telur það ekki hlutverk sitt að taka afstöðu til tilboðs NOV sem vísað er til í bréfinu enda ber sveitarfélagið ekki ábyrgð á viðhaldi vatnslagnarinnar. Það fellur til HS Veitna hf. að taka afstöðu til tilboðsins sem og að sinna öllu viðhaldi vatnslagnarinnar.

Mun Vestmannaeyjabær vitaskuld virða sínar samningsskuldbindingar samkvæmt 4. gr. samnings um vatnslögnina frá 27. janúar 2009. En þær skuldbindingar draga ekki úr eða yfirfæra ábyrgð HS Veitna hf. á viðhaldi lagnarinnar. Er þess vænst að HS Veitur hf. ljúki sínum skyldum hratt og vel svo ekki hljótist meira tjón af en þegar er orðið, segir í bréfi Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra.

Taka undir þau sjónarmið sem fram koma í svarbréfi Vestmannaeyjabæjar

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð leggi mikla áherslu á að HS-veitur taki ákvörðun og fari að undirbúa þær aðgerðir sem sérfræðingar leggja til að farið verði í strax næsta sumar, hvort sem um er að ræða nýja lögn eða varanlega viðgerð. Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í svarbréfi Vestmannaeyjabæjar til HS-veitna varðandi ábyrgð félagsins á vatnsöflun fyrir sveitarfélagið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.