Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á miðvikudaginn síðastliðinn fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir ályktun sem samþykkt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars. sl. Ályktunin hljóðar svo:
,,Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu að halda.
Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga hvetur borgaryfirvöld til að tryggja rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar með þeim hætti að flugöryggi sé ekki ógnað. Það felur í sér að hvorki verði þétt meira í nágrenni flugvallarins né á öryggissvæði hans umfram það sem þegar hefur verið gert, hvorki með mannvirkjum né gróðri, fyrr en raunhæf og skýr lausn um nýjan flugvöll sem uppfylli skilyrði til sjúkraflugs í tengslum við Landsspítalann er komin í notkun.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst