Að velja sér slagina
10. apríl, 2020

Á tímum alheimsfaraldurs þar sem ástandið í Eyjum hefur verið sérstaklega tvísýnt hóf Páll Magnússon alþingismaður páskahátíðina með því að segja upp áskrift að Eyjafréttum og senda undirrituðum í leiðinni kaldar kveðjur. Ástæðu skírdagsuppsagnarinnar kvað hann vera þá að ég birti ekki tiltekna facebookfærslu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum síðdegis á mánudag. Það þykir alþingismanninum ljóst að stafi af „persónulegri óvild“ minni í garð bæjarstjórans.

Páll Magnússon ræður svo sem auðvitað hvort hann kaupir áskrift að blöðum eða hvort hann segir upp áskrift. Það er hins vegar gróf ásökun og staðlaus að ég þjáist af „persónulegri óvild“ í garð bæjarstjórans. Ásökun þingmannsins vísa ég til föðurhúsanna. Páll Magnússon þingmaður og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri nota ýmis tækifæri til þess að rýra trúverðugleika minn sem ritstjóra og miðilsins en það hefur aldrei bitnað á aðgengi þeirra að miðlinum. Allt sem þau hafa sent til birtingar hefur fengið birtingu.

Nú er það svo að tilkynningum frá almannavarnayfirvöldum, bæjaryfirvöldum og fleirum hefur rignt inn til okkar á Eyjafréttum undanfarna daga og vikur, eðlilega. Að sjálfsögðu höfum við birt þær. Við biðjumst ekki afsökunar á því að ein og ein facebookfærsla birtist ekki hjá miðlinum. Degi seinna eru önnur mál komin á dagskrá. Það er bara eins og gengur og óþarft að rifja upp fyrir sjóuðum manni í fjölmiðlastarfi.

Afar sérstakt og næstum því broslegt var annars að heyra svo nýyfirlýstan fyrrverandi áskrifanda Eyjafrétta, Pál Magnússon, mæta í dag í hádegisfréttir RÚV til að taka undir áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla og hvetja til þess að opinberum stuðningsaðgerðum við þá yrði flýtt. Róðurinn var þungur fyrir en veirukreppan hefur þyngt hann svo mjög að komið er í hreint óefni. Miðað við framgöngu þingmannsins í gær hefði verið heiðarlegt af honum að taka fram að hann hefði áhyggjur af öllum miðlum svo fremi sem þeir birti tafarlaust facebookfærslur bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

Þá vekur tímasetningin á þessu upphlaupi Páls Magnússonar sérstaka eftirtekt. Mér þykir forgangsröðun þingmannsins hreint ótrúleg þegar íslenskt samfélag er að takast á við ótrúlega erfiðleika, bæði heilsufarslega og efnahagslega. Atvinnulífið stendur í gríðarlegri varnarbaráttu og stefnir t.d. í allt að 25% atvinnuleysi á svæðum innan Suðurkjördæmis. Undir þeim kringumstæðum ákveður oddviti kjördæmisins að taka þennan slag. En það flýgur jú hver eins og hann er fiðraður.

Eyjafréttir er lítill, en sögufrægur héraðsfréttamiðill. Sögu hans hefur verið gerð góð skil á undanförnum árum, til að mynda með því að gera allt efni hans frá upphafi aðgengilegt á timarit.is. Eyjamenn þekkja það grettistak sem forverar mínir í starfi, og allur sá fjöldi sem hér hafa starfað, hafa lyft. Í dag höldum við úti vefnum eyjafrettir.is og gefum út áskriftarblað á tveggja vikna fresti. Fyrir veirufaraldurinn tókst með herkjum að láta enda ná saman í rekstrinum en nú blasir við önnur og dekkri mynd líkt og hjá fjölda annarra fyrirtækja. Auglýsingatekjur hafa dregist mjög saman og í prentmiðlinum okkar auglýsir til að mynda Vestmannaeyjabær eingöngu í einstaka tilfellum. Að baki liggur sú stefna bæjarstjórans Írisar Róbertsdóttur „ … að horfa til þess að auglýsa sérstaklega hjá þeim aðilum sem eru að gefa út efni án endurgjalds í Vestmannaeyjum.“

Framleiðsla ókeypis fjölmiðlaefnis er ekki ókeypis en ríkar kröfur heyrast um það úr líklegustu og ólíklegustu áttum að allir skuli hafa aðgang að því „án endurgjalds“.

Páll Magnússon er ekki lengur áskrifandi en honum er meira en velkomið að læðast áfram inn á vefinn okkar og fylgjast með tíðindum í Eyjum. Endurgjaldslaust. Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg. Þau hvetja mig til þess að halda áfram að vinna mína vinnu. Árásir á fyrirtækið sem réði mig í vinnu eru alvarlegri, fyrirtæki sem er með 14 einstaklinga að jafnaði á launaskrá í hverjum mánuði. Þær árásir þurfa þessir kjörnu fulltrúar vonandi einhvern tímann að svara fyrir.

Ég óska Páli Magnússyni og Vestmannaeyingum gleðilegra páska.

Sindri Ólafsson
ritstjóri Eyjafrétta

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst