Að tala tungum tveim
6. janúar, 2010
Vefmiðillinn eyjafrettir.is birti á gamlársdag fréttaklausu sem vakti athygli mína. Greint var frá sameiginlegum fundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum að kvöldi 30. desember. Um hundrað manns komu þar saman og var „mikill hiti í mönnum“. Haft var eftir formönnum félaganna tveggja að sjómenn væru reiðir stjórnvöldum og krafa fundarins væri sú að öll sjómannafélög landsins og útvegsmenn sneru bökum saman gegn þeim sem vildu afnám sjómannaafsláttarins, 5% álag á útfluttan ferskfisk og fyrningu aflaheimilda.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst