Dagana 10. til 20. maí var haldinn kjörfundur hjá Drífanda stéttarfélagi um aðalkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Drífanda, sem undirritaður var 5. maí síðastliðinn. Á kjörskrá voru 427 en 186 greiddu atkvæði eða tæp 44% og telst kosningin því gild. tæp 70% sögðu já og því var samningurinn samþykktur.