Aðflug til Eyja
Flugvollur
Vestmannaeyjaflugvöllur.

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Þetta kemur fram á facebook Landhelgisgæslunnar.  Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga en þar hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu á undanförnum mánuðum. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í aðra ferð á næstunni.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa kannað staðbundin svæði vegna þessara tilkynninga sömuleiðis en engin orsök hefur fundist.

Í fluginu lenti TF-SIF tvívegis í Vestmannaeyjum. Meðfylgjandi myndband sýnir aðflugið og lendinguna í fallegu veðri í Eyjum á laugardag.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.