Fyrir ári tók ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs við stjórnartaumunum í landsmálunum. Flokkarnir gerðu með sér stjórnarsáttmála þar sem í fyrstu efnisgrein er kveðið á um að þessi ríkisstjórn ætli að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar. Sannarlega metnaðarfullt hjá fyrstu hreinu vinstri stjórninni.