Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru að koma erlendis frá. Neyðarstigi hefur verið aflétt í landinu og er nú unnið á hættustigi almannavarna, það eru góðar fréttir.
Aðgerðir okkar hér í Vestmannaeyjum vegna COVID-19 gengu vonum framar og eins og áður hefur verið nefnt er það ekki síst að þakka skilningi og þátttöku íbúa samfélagsins. Við viljum þakka íbúum, fyrirtækjum, stofnunum og þjónustuaðilum fyrir einstaka samvinnu og þann samhug sem allir sýndu í verki. Án þessarar samstöðu hefði aðgerðin ekki gengið eins vel.
Gætum að eigin sóttvörnum og eigin heilsu, það gildir nú sem fyrr.
Lifið heil.
f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.