Straumar og öldur hafa verið að gera viðgerðarmönnum Landsnets lífið leitt á viðgerðarstað Vestmannaeyjalínu 3. Aðstæður á hafsbotninum hafa verið erfiðar og þeir ekki enn náð að hreinsa ofan af gamla strengnum.
Hreinsa þarf um 150 metra til að strengurinn skemmist ekki þegar honum er lyft upp úr sjónum. Pramminn, Henry P Lading, fór út í gær og með honum kafarar sem koma að hreinsunarvinnunni. Á meðan í landi er verið að undirbúa tengingar sæstrengsins þannig að allt verði tilbúið þegar búið er að tengja út á sjó. Gert er ráð fyrir því að viðgerð ljúki um aðra helgi ef veður helst gott á svæðinu.
Þetta kemur fram á Facebook síðu Landsnets.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst