Í dag kl. 17.00 á íslenskum tíma fer fram síðari leikur ÍBV í viðureigninni gegn Sarpsborg 08 í Evrópudeild UEFA. Leikurinn fer fram á Sarpsborg stadion í Noregi.
Sarpsborg 08 sigraði fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn engu og eru því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Til sigra í viðureigninni þarf ÍBV að skora a.m.k. fimm mörkum fleiri en Sarpsborg í dag.
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sa.no og TV2 í Noregi.
Strákarnir tóku æfingu á vellinum í gær og var létt yfir þeim. Myndirnar hér að neðan af æfingunni eru frá ibvsport.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst