Í kvöld, laugardag verður Hippahátíðin haldin í sal Akóges og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Hippahátíðin í ár er með smærra sniði en áður en þó vantar ekki gleðina og hamingjuna. Á tónleikunum mun Hippabandið leika öll helstu hippalögin en rætt var við Helgu Jónsdóttur í Fréttum í vikunni.