Mér er eiginlega orða vant, aldrei þessu vant. Gjaldskrá Herjólfs til Þorlákshafnar liggur nú fyrir. Samgöngubót okkar Vestmannaeyinga er að engu orðin og betur heima setið en af stað farið ef þetta á að vera svona. Verð fram og til baka með Herjólfi til Þorlákshafnar fyrir tvo fullorðna með fólksbíl er kr. 13.782. Þetta verð er miðað við að tekinn sé klefi, bensín til Reykjavíkur og til baka.