Af hverju sleit B-listinn samstarfinu?
4. desember, 2006

Í gær sleit Framsóknarflokkurinn í Árborg meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Raunverulegar ástæður þessarar ákvörðunar eru fyrst og fremst ágreiningur um skipulagsmál, launamál bæjarfulltrúa og trúnaðarbrestur.

Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á fagleg vinnubrögð í skipulagsmálum og að vinna með hag íbúa að leiðarljósi. �?eir höfnuðu hugmyndum framsóknarmanna um stórfelldar launahækkanir bæjarfulltrúa og hlunnindagreiðslur til handa formönnum nefnda. Sjálfstæðismenn héldu trúnað í meirihlutasamstarfinu allt til loka, þegar fulltrúar B-lista Framsóknarflokks gengu gegn fyrri samþykkt meirihlutans á byggingar- og skipulagsnefndarfundi í gær.

Skipulagsvandi �? arfleifð frá fyrri bæjarstjórn

Skipulagsstofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir við tillögu um deiliskipulag við Austurveg 51-59 og fjölmargir íbúar hafa mótmælt fyrirætlunum harðlega, enda er hér gengið gegn áliti fagaðila. Sjálfstæðismenn lögðu til leiðir til lausnar, m.a. annars með því að málið yrði sett í faglegan farveg og hins vegar að samstarfsflokkarnir ynnu að málamiðlun. Hvoru tveggja var hafnað af framsóknarmönnum.

Launakröfur framsóknarmanna �? óásættanleg hækkun

Hugmyndir framsóknarmanna um stórfellda hækkun launa og hlunninda voru óásættanlegar. Um var að ræða hækkun á heildarlaunalið bæjarfulltrúa og nefndarmanna um 43% á milli áranna 2006 og 2007. �?á hefðu laun eins bæjarfulltrúa B-lista hækkað enn meira eða um liðlega 75 prósent; úr 174.400 krónum í 305.800 krónur. Árlegur kostnaður hefði verið 8,5 milljónir króna. Sjálfstæðismenn lögðu til að í stað hækkunar launa til bæjarfulltrúa yrði samsvarandi fjárhæð varið í íþróttastarf barna og unglinga. �?að fékk ekki undirtektir hjá framsóknarmönnum.

D-listinn vinnur af heilindum �? nú sem fyrr

D-listi Sjálfstæðisflokks hefur unnið af fullum heilindum fyrir íbúa Árborgar og lagt áherslu á uppbyggingu í íþróttamálum, bætt skipulagsmál og traustari fjármálastjórn. Vilji íbúanna endurspeglaðist vel í úrslitum kosninganna í vor þegar fyrri bæjarstjórn Samfylkingar og Framsóknar féll og Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tveimur fulltrúum. Vilji kjósenda var skýr: Breytinga var þörf. Framsóknarmenn reyndu að mynda meirihluta með Samfylkingu og VG. Sú tilraun mistókst. Nú hálfu ári síðar reyna þeir á ný. Íbúar í Árborg þurfa staðfasta bæjarstjórn sem er tilbúin að taka á rekstri bæjarins og horfa til framtíðar í lykilmálum. Upplausn í bæjarmálunum er íbúunum dýrkeypt. Væntingar um metnað í íþróttastarfi, fagleg vinnubrögð í skipulagsmálum, lækkaðar álögur á eldri borgara og jafnvægi í rekstri eru sett í uppnám. Framsóknarmenn sýna fáheyrt ábyrgðarleysi með ákvörðun sinni og sér ekki fyrir endann á hve miklum skaða hún mun valda.

Bæjarfulltrúar D-listans munu áfram sem hingað til vinna af einurð fyrir íbúa Árborgar, hvort sem um er að ræða í minnihluta eða í meirihluta. �?rlausnarefnin eru enn þau sömu og þau voru. Breytinga er þörf.

2. desember 2006

Sjálfstæðismenn í Árborg

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst