„Fasteignamat ríkisins, FMR, ákvarðar fasteignamat allra eigna í landinu en matið á að vera sem næst markaðsvirði eigna. Í Vestmannaeyjum var fasteignaverð afskaplega lágt um margra ára skeið, síðustu árin hefur það farið hækkandi og nálgast nú byggingaverð þrátt fyrir að hafa ekki náð því enn,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs þegar hún var beðin um viðbrögð vegna hækkunar á heildarmati fasteigna í Vestmannaeyjum sem hækkar um 10.4% en lækkar um 8,6% á landinu öllu.