Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum
23. febrúar, 2022

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar í dag sem byggist á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra um afléttingar. „Við getum sannarlega glaðst á þessum tímamótum en ég hvet fólk engu að síður til að fara varlega, gæta að persónubundnum sóttvörnum og halda sig til hlés finni það fyrir einkennum“ segir heilbrigðisráðherra.

Sóttvarnalæknir rekur í minnisblaði til ráðherra hvernig faraldurinn hefur þróast undanfarið. Daglega hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 smit en alvarleg veikindi hafa aftur á móti ekki aukist að sama skapi. Útbreidd smit valdi þó miklu álagi á stofnunum. Inniliggjandi sjúklingum sem greinast með COVID-19 hefur fjölgað, sama máli gegnir um íbúa á hjúkrunarheimilum og veikindi og fjarvistir starfsfólks vegna COVID-19 hafa falið í sér miklar áskoranir við að halda úti óskertri starfsemi.

Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis.

Fyrstu reglugerðir heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum og skólastarfi vegna heimsfaraldurs COVID-19 voru settar fyrir tæpum tveimur árum með gildistöku 16. mars 2020. Frá þeim tíma hefur heilbrigðisráðherra sett 166 reglugerðir og auglýsingar um margvíslegar ráðstafanir vegna COVID-19.

Minnisblað sóttvarnalæknis um afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða innanlands vegna COVID-19, dags. 22.02.2022
Minnisblað sóttvarnalæknir um sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 22.02.2022

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst