Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru um 35 þúsund tonn komin á land í Eyjum sem var hlutur Eyjamanna í kvótanum sem var í heild 150 þúsund tonn. Áhersla var lögð á hrognavinnslu og náðust rúm 3200 tonn af hrognum. Megináhersla var lögð á að ná sem mestum verðmætum úr takmörkuðum heimildum og áhersla lögð á hrognavinnslu. Verð á mjöli og lýsi er hátt þannig að sá hluti vinnslunnar skilar líka sínu og menn almennt ánægðir með vertíðina.