Áform um að styrkja stoðir Eyjasýnar 

Stjórn Eyjasýnar ehf., útgáfufélags prentmiðilsins Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is, boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 20. ágúst nk. til að ræða stöðuna og mögulegar breytingar á starfseminni í ljósi óviðunandi rekstrarafkomu og tilheyrandi óvissu. Ljóst er að sú breyting að fækka útgáfudögum Eyjafrétta fyrir réttu ári úr vikublaði í mánaðarrit, ásamt því að halda úti öflugum vefmiðli, eyjafrettir.is, hefur ekki skilað því sem vænst var.

Fram kom á stjórnarfundi Eyjasýnar í dag að stærstu hluthafar félagsins (Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðin hf. og fleiri) væru reiðubúnir að styðja tillögu um að auka hlutafé í Eyjasýn til að tryggja starfsemina og skapa svigrúm til að styrkja stoðir rekstrarins til lengri tíma.

Annar tveggja starfsmanna Eyjasýnar,  Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri, ákvað að láta af störfum núna í lok júlímánaðar. Henni eru færðar þakkir fyrir gott starf í þágu félagsins. Hinn starfsmaðurinn, Sæþór Vídó Þorbjarnarson, var í dag ráðinn tímabundið til að starfa áfram hjá Eyjasýn eða þar til línur skýrast frekar varðandi útgáfustarfsemi í nánustu framtíð.

Stjórn Eyjasýnar ehf.
29. júlí 2019

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.