Aftur unnu Eyjamenn Akureyri
22. febrúar, 2014
Eyjamenn lögðu Akureyri í annað sinn á aðeins sex dögum í Olísdeild karla. Lokatölur urðu 27:22 en Eyjamenn náðu góðum kafla undir lokin en fram að því hafði leikurinn verið nokkuð kaflaskiptur. En með sigrinum minnka Eyjamenn bilið á milli sín og toppliðs Hauka niður í þrjú stig þegar sex leikir eru eftir. �?á náði ÍBV einnig þriggja stiga forskot á Val, sem er í þriðja sæti en staðan í deildinni er nú þessi: Haukar 23 stig, ÍBV 20, Valur 17, Fram 16, ÍR 16, FH 15, Akureyri 10, HK 3.
Eins og áður sagði var leikurinn mjög kaflaskiptur. Norðanmenn byrjuðu betur og náðu m.a. tveggja marka forystu. Sóknarleikur beggja liða gekk hins vegar afleitlega, sérstaklega hjá ÍBV en þegar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum, var staðan 4:6 fyrir Akureyri, aðeins fjögur mörk hjá ÍBV eða svipað og í tapleiknum gegn Val. Hins vegar vildi svo vel til að varnarleikur Eyjamanna var lengst af mjög góður og bak við vörnina var Kolbeinn Arnarson í banastuði. Kolbeinn sagði í viðtali á Eyjafréttum í gær að hann ætlaði að verja 20 skot ef stemmningin á pöllunum yrði góð en þegar upp var staðið varði hann �??aðeins�?? 19. Kolbeinn þóttist því vera svekktur í leikslok og grínaðist með það að hann myndi senda frá sér afsökunarbeiðni á morgun.
En eftir 20. mínútu tóku Eyjamenn loksins við sér, skoruðu næstu fimm mörk leiksins og voru allt í einu komnir með þriggja marka forystu en staðan í hálfleik var 10:8.
Eyjamenn náðu aftur þriggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks en Akureyringar jöfnuðu metin 16:16. Í stöðunni 18:17, skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð og lögðu þar með grunninn að góðum sigri.
Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 9, Grétar Eyþórsson 5, Guðni Ingvarsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3/1, Magnús Stefánsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1.
Varin skot: Kolbeinn Arnarson 19.
Meðfylgjandi er viðtal við Agnar Smára Jónsson.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst