Ágætis aðsókn í tjaldsvæðin

„Dagarnir eru nokkuð reglu- og þægilegir fyrir utan auðvitað fótboltamótin, goslok og Þjóðhátíð. Þá dagana þurfum við extra athygli og viðhald,” segir Sreten Ævar Karimanovic, umsjónarmaður tjaldsvæða.

„Á Þjóðhátíð þurfum við sérstaklega að sinna Þórsvellinum þar sem Herjólfsdalur fer til ÍBV þá vikuna, og viljum við að gestum okkar líði sem allra best við dvölina. Við bætum við okkur starfskröftum, gæslu, gestir fá armbönd hjá okkur og fleira. Hátíðin er hápunktur tímabilsins en eftir það hægist á öllu.”

Þetta er annað árið sem að fyrirtækið Landamerki ehf. annast rekstur og umsjón tjaldsvæða og þjónustumannvirkja þeim tengdum í Herjólfsdal og við Þórsheimilið í Vestmannaeyjum.

Fyrirtækið sér um að veita alla almenna þjónustu á tjaldsvæðum bæjarins og annast jafnframt daglegan rekstur, s.s. starfsmannahald, kaup á þjónustu- og rekstrarvörum, sértækan resktur og létt viðhald. Landamerki ehf. sér einnig um önnur tjaldsvæði víðs vegar á landinu.

„Annars hefur sumarið gengið mjög vel. Við erum með góðan mannskap og vorum með það líka í fyrra” segir Sreten Ævar að endingu við Eyjafréttir.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.