Aglow í Stafkirkjunni í dag
20200905_194951
Stafkirkjan. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Gleðilegt sumar! Aglow samveran verður með öðru sniði núna, í dag 7. maí ætlum við að koma saman í Stafkirkjunni kl. 17.00 og eiga góða stund. Við munum syngja saman, Kitty og  konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða okkur í söng . Við ætlum biðja fyrir bæjarfélaginu, málefnum landsins og blessa hvert annað út í  sumarið. Síðan förum við upp á hraun og biðjum fyrir fleiri atriðum. Að lokum ætlum við að borða saman. Við vorum nokkrar konur frá Eyjum sem fórum á Inspire Iceland 2025 ráðstefnuna á Hótel Selfossi 25.-26. apríl og vorum við allar sammála um að það var verulega þess virði. Vonandi getum við farið fleiri konur rá Eyjum á næsta ári.  Vorið er komið og í Ljóðaljóðunum talar brúðguminn við brúði sína. Brúðgumi sálar okkar,

Jesús, talar til okkar;  Stattu upp, ástin mín fagra, komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið er að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar……..LJÓÐALJÓÐIN 2. 10-12

Það eru allir velkomir í Stafkirkjuna í dag, konur og karlar !

Við hittumst svo aftur miðvikudagskvöldið 3. september 2025.

 

Stjórn Aglow í Eyjum

 

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.