Aglow í Stafkirkjunni í dag
7. maí, 2025
20200905_194951
Stafkirkjan. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Gleðilegt sumar! Aglow samveran verður með öðru sniði núna, í dag 7. maí ætlum við að koma saman í Stafkirkjunni kl. 17.00 og eiga góða stund. Við munum syngja saman, Kitty og  konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða okkur í söng . Við ætlum biðja fyrir bæjarfélaginu, málefnum landsins og blessa hvert annað út í  sumarið. Síðan förum við upp á hraun og biðjum fyrir fleiri atriðum. Að lokum ætlum við að borða saman. Við vorum nokkrar konur frá Eyjum sem fórum á Inspire Iceland 2025 ráðstefnuna á Hótel Selfossi 25.-26. apríl og vorum við allar sammála um að það var verulega þess virði. Vonandi getum við farið fleiri konur rá Eyjum á næsta ári.  Vorið er komið og í Ljóðaljóðunum talar brúðguminn við brúði sína. Brúðgumi sálar okkar,

Jesús, talar til okkar;  Stattu upp, ástin mín fagra, komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið er að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar……..LJÓÐALJÓÐIN 2. 10-12

Það eru allir velkomir í Stafkirkjuna í dag, konur og karlar !

Við hittumst svo aftur miðvikudagskvöldið 3. september 2025.

 

Stjórn Aglow í Eyjum

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.