Gleðilegt sumar! Aglow samveran verður með öðru sniði núna, í dag 7. maí ætlum við að koma saman í Stafkirkjunni kl. 17.00 og eiga góða stund. Við munum syngja saman, Kitty og konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða okkur í söng . Við ætlum biðja fyrir bæjarfélaginu, málefnum landsins og blessa hvert annað út í sumarið. Síðan förum við upp á hraun og biðjum fyrir fleiri atriðum. Að lokum ætlum við að borða saman. Við vorum nokkrar konur frá Eyjum sem fórum á Inspire Iceland 2025 ráðstefnuna á Hótel Selfossi 25.-26. apríl og vorum við allar sammála um að það var verulega þess virði. Vonandi getum við farið fleiri konur rá Eyjum á næsta ári. Vorið er komið og í Ljóðaljóðunum talar brúðguminn við brúði sína. Brúðgumi sálar okkar,
Jesús, talar til okkar; Stattu upp, ástin mín fagra, komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið er að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar……..LJÓÐALJÓÐIN 2. 10-12
Það eru allir velkomir í Stafkirkjuna í dag, konur og karlar !
Við hittumst svo aftur miðvikudagskvöldið 3. september 2025.
Stjórn Aglow í Eyjum




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.