Aglow samvera verður í kvöld 5. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu, syngum saman og heyrum uppörvandi boðskap. Lilja Óskarsdóttir mun tala til okkar og verður áhugavert að heyra í henni. Lilja er kennari og hjúkrunarfræðinur og hefur starfað víða m.a. verið kristniboði í Afríku. Lilja ætlar að tala um opinn himinn.
Jane Hansen Hoyt hefur verið formaður Aglow International í rúmlega fjóra áratugi og nú er hún að stíga til hliðar vegna aldurs. Nancy McDaniel tekur við sem leiðtogi Aglow á heimsvísu. Nancy talaði á ráðstefnu á Íslandi s.l. haust og höfum við nokkrar hitt hana. Nánari upplýsingar eru á netsíðu AGLOW; aglow.org
Fyrir því læt ég ekki hugfallast. Jafnvel þótt minn ytri maður hrörni þá endurnýjast dag frá degi minn innri maður 2. Korintubréf 4.16
Allar konur velkomnar í kvöld og vonadi hindrar veðrið ekki.
Næstu Aglow fundir; 5. mars, 2. apríl og 7. maí 2025, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Uppfært kl. 14.40.
Vegna veðurs fellur Aglow samveran niður í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst