Ágreiningur um boðun hluthafafundar
1. ágúst, 2018

Bæjarráð fundaði í gær og þar voru menn ekki sammála um hvernig boðað var til hluthafafundar í Herjólfi ohf. Hægt er að lesa bókanir bæjarfulltrúa hér að neðan.

Hluthafafundur ekki löglega boðaður?
Trausti Hjaltason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmd boðunar hluthafafundar hjá Herjólfi ohf. og bókaði eftirfarandi. „Bæjarstjóri óskaði eftir hluthafafundi við stjórnarformann Herjólfs ohf. án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar þar að lútandi, hvorki frá bæjarstjórn né bæjarráði þar sem umræða um fyrirhugaðan hluthafafund og/eða dagskrárefni hans gætu hafa farið fram. Fundurinn var að auki boðaður með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur hluthafafundinn því eðli málsins samkvæmt ekki lögmætt boðaðan. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að í ljósi viðkvæmrar stöðu verkefnisins þar sem verkefnastjóri Herjólfs ohf. lét nýverið af störfum, að breytingar á stjórn félagsins líkt og dagskrárefni fundar gerir ráð fyrir sé eingöngu til þess fallnar að tefja verkefnið enn frekar þar sem stjórnarmeðlimir hafa eytt miklum tíma og mikilli orku í framgang verkefnisins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða.“ 

Endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga
Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúa H-lista furðuðu sig á bókun Trausta og bókuðu sjálf að það sé nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga. „Þetta gildir líka um stjórnir opinberra hlutafélaga og nægir í því sambandi að nefna Ríkisútvarpið og ISAVIA þar sem kosið er í stjórnir í samræmi við styrk á Alþingi að loknum kosningum. Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú. “
 
Aðalfundur er haldinn í lok maí
Trausti Hjaltason svaraði því og sagði að „Aðalfundur félagsins kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins og tvo menn í varastjórn skv. 21. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur er haldinn í lok maí árlega skv. 14. gr samþykkta félagsins. Þess vegna er liðurinn stjórnarkjör á dagskrá boðaðs hluthafafundar í andstöðu við samþykktir félagsins.“

Enginn vafi á að boðað var til hluthafafundarins með lögmætum hætti.
Njáll Ragnarsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir bókuðu því næst að „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi. Áður en það var gert var leitað til lögmanna bæjarins varðandi boðun til hluthafafundar og eftirfarandi svör fengust frá frá þeim. 
Varðandi boðun til hluthafafundar þá kemur fram í 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 að til hluthafafundar sal boða lengst fjórum vikum fyrir fund, sé ekki mælt fyrir umlengri frest í félagssamþykktum og skemmst viku fyrir fund. Þá kemur fram að boða skal til funda með þeim hætti sem félagssamþykktir ákveða. Boðun skuli vera skriflega til allra þeirra hluthafa sem þess hafa óskað og skráðir eru í hlutaskrá. Í þessu tilviki er Vestmannaeyjabær einn hluthafi og hefur ekki gert sérstaka kröfu um skriflega boðun. Almennt eru lögin ófrávíkjanleg. Stjórn boðar til fundarins skv. 87. gr. laganna.
Í samþykktum kemur fram að boða skuli til aðalfundar (gildir það sama um hluthafafund) með ábyrgðarbréfi, símskeyti eða á annan sannanlegan hátt. Aðalfundi með minnst tveggja vikna fresti en hluthafafundi með eigi lengri fresti en 7 sólarhringar. Tel að tölvupóstur eigi að duga sem annan sannanlega hátt og síðan gott að óska eftir staðfestingu um móttöku. Hluthafi myndi staðfesta um móttöku.  Í ljósi þessa teljum við engan vafa á að boðað var til hluthafafundarins með lögmætum hætti. Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað.“

Hægt er að lesa nánar um bæjarráðsfundinn hérna.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst