Þeir eru fáir sem myndu mótmæla þeirri fullyrðingu að Hásteinsvöllur er einn besti knattspyrnuvöllur landsins. Völlurinn hefur verið sá besti á vorin undanfarin ár og sá völlur sem haldist hefur hvað best yfir sumarið. Stemmninginn á vellinum oft frábær og fræg íhaldssemi stuðningsmanna varðandi staðsetningu þeirra á vellinum fræg. Hólsarar eru frægir meðal knattspyrnuunnenda og enginn línuvörður í efstu deild kemst hjá því að heyra glósur frá þeim sem staðsetja sig hjá auglýsingaskiltunum sunnan megin.