Akstur er ekki leikur, heldur dauðans alvara

Lögreglan í Vestmannaeyjum gerir upp undanfarnar vikur í pistli á facebook síðu sinni. En lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast á undanförnum vikum og tengjast helstu verkefni því almannavarnarástandi sem er á heimsvísu og snýr að COVID-19 faraldrinum.

Verkefni lögreglu hafa meðal annars verið að aðstoða smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna við að rekja smitleiðir og setja fólk í sóttkví sem hefur verið í návígi við smitaða einstaklinga.

Þá hafa verkefni lögreglu jafnframt snúist að því að fylgjast með að samkomubann sem sett var á með auglýsingu heilbrigðisráðherra þann 23. mars sl. sé haldið, m.a. með því að fara í verslanir, á íþróttavelli og aðra staði þar sem fólk safnast saman. Rétt er að taka það fram að ef grunur er um brot á samkomubanni, brot á sóttkví eða einangrun skal tilkynna það til lögreglu.

Lögreglan hefur jafnframt verið að sinna öðrum málum sem komið hafa upp, er þar helst til að nefna umferðaróhöpp, umferðarlagabrot, líkamsárásir og heimilisófrið.

Af ofangreindu má nefna að þann 17. mars sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á Strandvegi þar sem ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún lenti utan vega og hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn og farþegi í bifreiðinni voru handteknir skammt frá vettvangi og voru vistaðir í fangageymslu sökum ölvunar. Við rannsókn málsins kom í ljós að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Málið er í rannsókn.

Þann 25. mars sl. var lögreglu tilkynnt um hóp manna sem voru að slást í bakgarði við Vesturveg. Einn aðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu og var skýrsla tekin af honum þegar víman var runnin af honum. Málið er í rannsókn.

Aðfaranótt 7. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot og eignaspjöll á veitingahúsinu Canton v/Strandveg. Eigandi staðarins stóð innbrotsþjófinn að verki en honum tókst að komast undan. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um atvikið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Tvö vinnuslys hafa verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum vikum og áttu bæði sér stað um borð í skipum. Í fyrra tilvikinu slasaðist skipverji um borð í Otto N Þorláksson VE-5 þar sem skipið var að veiðum 20. mars sl. Mun skipverjinn hafa fengið krók í aðra höndina með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Skipverjinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Í hinu tilvikinu slasaðist skipverji um borð í Blæng NK-125 þegar hann lenti undir trollpoka þar sem skipið var að veiðum á Selvogsbanka þann 4. apríl sl. Ekki var um alvarlegt slys að ræða og var skipverjinn fluttur á sjúkrahús.

Þann 11. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um umferðarslys á Friðarhafnarbryggju á móts við N1 en þarna hafði bifreið sem ekið var áleiðis suður Friðarhafnarbryggju verið beygt til vinstri áleiðis austur bryggjuna í hóp unglingsstúlkna. Lenti bifreiðin á einni stúlkunni með þeim afleiðingum að hún kastaðist í götuna. Slasaða leitaði til læknis vegna áverka sem hún fékk. Tildrög slyssins virðast vera þau að ökumaðurinn, ungur að árum, ætlaði að stríða þeim sem þarna voru á gangi með áður nefndum afleiðingum. Málið er í rannsókn.

Lögreglan vill minna ökumenn á að akstur er ekki leikur, heldur dauðans alvara. Sá sem stjórnar ökutæki ber alla ábyrgð á þeim sem eru með honum í bifreiðinni og því tjóni sem bifreiðin veldur öðrum. Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega til að forða slysum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.