Í góðri fjölskyldu er mikilvægt að tekið sé tillit til ungra sem aldinna. Virða þarf framlag hvers og eins og ganga ekki að neinum sem sjálfsögðum hlut. Aldraðir Eyjamenn eru ekki hlutir. Framlag þeirra við að byggja upp Eyjasamfélagið er ómetanlegt hvort sem litið er til fyrirtækjanna sem við vinnum hjá, veitukerfisins sem gefur okkur rafmagn og vatn, hafnarinnar sem við siglum frá, húsanna sem við búum í eða bæjarfélagsins í heild eftir gosið.