Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli
9. september, 2024
Sandsili Ads Hafro
Síli í mælingu. Ljósmynd/aðsend

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis.

Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. Aukingin var mest við Vestmannaeyjar að Vík, um tvöfalt meira en árið 2021 sem var það mesta til þessa. Í Faxaflóa var magnið svipað og það hefur best verið áður. Við Ingólfshöfða fékkst mun minna af síli en á hinum svæðunum, en þar hefur fengist lítið af sílum fyrir utan fyrstu ár vöktunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

 

Mynd 1. Þéttleiki sandsíla í plóg, öll svæði. Gráar súlur sýna gögn úr sandsílaleiðöngrum í júlí (2006-2013). Árið 2016 (ljósgrá súla) var farið á tvö af fjórum svæðum (Faxaflóa og Vestmannaeyjar-Vík). Bláar súlur sýna gögn eftir að rannsóknin færðist yfir á Bjarna Sæmundsson HF 30 af leigubátum, en leiðangurinn er um mánuði seinna en áður.

 

Við mat á nýliðun í stofninn hefur verið stuðst við fjölda eins árs sandsíla. Fjöldi seiða (0 ára) getur verið mjög breytilegur og afföllin há fyrsta árið, sem orsakar sveiflur í þéttleika, sér í lagi þegar fáir árgangar eru í stofninum. Líklegustu ástæður sveiflnanna er mikið afrán fyrsta sumarið og einnig þurfa sílin að ná góðum vexti til að lifa af fyrsta veturinn, til að eiga nægan forða þegar þau liggja meira og minna grafinn í sandinn í svokölluðu vetrarástandi. Árgangar 2019 og 2020 voru uppistaða aflans árin 2020 til 2023 en í fyrra var farið að draga verulega úr fjölda þeirra og þéttleiki minnkaði (mynd 1). Samhljómur er á milli vöktunar sandsílis og viðkomu lunda við Vestmannaeyjar en árin 2021 og 2024 eru þau bestu á þessari öld samkvæmt Náttúrustofu Suðurlands.

Út frá lengdardreifingum þá var uppstaða aflans nú í ár, seiði frá því í vor og 1 árs síli (mynd 2). Fyrstu árin var hlutfall stærra og eldra sílis að jafnaði hærra en síðari ár.

Mynd 2. Lengdardreifing sandsílis fyrir árin 2024 (svört lína), 2008 (rauð lína), meðaltal áranna 2006-2024 (grá lína) og meðaltal áranna 2017-2024 (blátt).
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.