Alex Freyr framlengir um þrjú ár

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um þrjú ár. Alex Freyr lék í 17 deildarleikjum er ÍBV varð Lengjudeildarmeistari í sumar. Alex er 31 árs miðjumaður sem hefur fest rætur í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni.

Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki og skorað í þeim átta mörk. Hann kom til félagsins frá KR eftir að hafa leikið með Kórdrengjum á láni í Lengjudeildinni 2021. Á sínum ferli hefur hann leikið með Sindra, Grindavík og Víkingi Reykjavík auk þeirra liða sem nefnd eru að ofan.

Allir hjá ÍBV eru ánægðir með að Alex Freyr verði áfram og vonast til að hann geti hjálpað liðinu að ná sínum markmiðum á næstu þremur árum.

Af FB-síðu ÍBV

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.