Álfheiður leiðir Pírata – Smári í heiðurssætinu
Þrjú efstu (f.v.) Lind, Álfheiður og Hrafnkell.

Píratar í Suðurkjördæmi hafa birt framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, leiðir listann en hún sigraði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi í mars síðastliðnum.

Álfheiður hefur verið varaþingmaður Pírata á yfirstandandi kjörtímabili, en Smári McCarthy núverandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, gaf ekki kost á sér í framboð og skipar hann heiðurssæti listans.

1. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
2. Lind Draumland Völundardóttir, framhaldsskólakennari
3. Hrafnkell Brimar Hallmundsson, fornleifa- og tölvunarfræðingur
4. Eyþór Máni Steinarsson, frumkvöðull og nemi
5. Einar Bjarni Sigurpálsson, pípulagningameistari
6. Tinna Helgadóttir, háskólanemi
7. Ingimundur Stefánsson, auðlindafræðingur
8. Margret Sigrun Þórólfsdóttir, leik- og grunnskólakennari
9. Ragnheiður Pálsdóttir, háskólanemi
10. Þórólfur Júlían Dagsson, fisktæknir
11. Kristinn Ágúst Eggertsson, deildarstjóri
12. Fanný Þórsdóttir, bókasafnsfræðingur
13. Sigurður Ágúst Hreggvidsson, varabæjarfulltrúi
14. Ólafur Ingi Brandsson, öryrki
15. Gísli Magnússon, tónlistarmaður
16. Skrýmir Árnason, framhaldsskólakennari
17. Rakel Bergmann Rúnarsdóttir, félagsliði
18. Kolbrún Valbergsdóttir, rithöfundur
19. Hallmundur Kristinsson, hundraðþjalasmiður
20. Smári McCarthy, fráfarandi Alþingismaður

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.