Við höldum áfram að birta brot úr dagskránni sem fram fór í Eldheimum þann 23. janúar sl. þegar rétt 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin var helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og með hvaða bát fólkið fór. Nú hlýðum við á Ingiberg lesa sögu frá upphafi gossins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst