Á meðal síðustu verka Landhelgisgæslunnar (LHG) á síðasta ári var æfing áhafnar þyrlunnar TF-LIF þann 21. desember. Þá var haldið til Surtseyjar til að athuga með ástand á Pálsbæ, í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið um miðjan desember.
Þar reyndist allt vera í lagi, sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi LHG.
Eins og mörg fyrri ár stóð Landhelgisgæslan í ströngu á liðnu ári og voru útköll flugvélarinnar TF-SIF og þyrlna LHG orðin alls 219 þegar Morgunblaðið hafði samband í árslok. Er það nokkuð minna en fyrra ár, en þá var sett met í fjölda útkalla. Voru þau alls 278 árið 2018.
Af 219 útköllum ársins 2019 hafa 104 verið í hæsta forgangi, en til samanburðar voru 115 í hæsta forgangi. Voru því hlutfallslega fleiri útköll í hæsta forgangi árið 2019 en fyrra ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst