�??Fundurinn var með þjóðfundarformi þar sem leitað var eftir því meðal fundarmanna hvaða kröfur þeir legðu mesta áherslu á í viðræðunum við útgerðarmenn,�?? sagði �?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns eftir fund sem félagið hélt í hádeginu á þriðjudaginn. Var hann ánægður með mætingu og segir að fyrirkomulagið hafi reynst vel. Sagði �?orsteinn að þrjú atriði hafi staðið upp úr. �??�?að eru nýsmíðaálagið, olíuviðmiðunin og sjómannaafslátturinn sem standa í mönnum. Næst komu fæðispening arnir en þeir eru mikið neðar á kröfulistanum.�??
Yfirstandandi verkfall undirmanna á fiskiskipum hófst 14. desember eftir að samningur sem skrifað var undir mánuði áður var felldur. Í kynningu á honum sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins að nýsmíðaálagið byrji að lækka eftir sjö ár og falli alveg niður árið 2030 sem nýtist komandi kynslóðum sjómanna. Samið var um að fiskverð milli skyldra aðila verði 80% af verði fiskmarkaða og með afurðaverðstengingu að auki. Samkvæmt samningnum á að auka upplýsingaflæði um verðmyndun á uppsjávarfiski en þar segir �?orsteinn að mikið vanti upp á.
�??Menn eru mjög óhressir með þetta atriði og segja erfitt að fá upplýsingar um verðmyndun og afurðaverð almennt þannig að sjómenn vita ekki hvað liggur til grundvallar því verði sem kemur til skiptanna í beinum viðskiptum,�?? sagði �?orsteinn. �?á standa mönnunarmálin í sjómönnum en í samningnum sem þeir felldu er gert ráð fyrir könnun á hvíldartíma og mönnun skipa á næsta ári. Verkfallið er eðlilega farið að hafa áhrif og liggur öll vinnsla í frystihúsunum niðri. �??Starfsmenn í fiskvinnslunni hafa farið á atvinnuleysisbætur, samanber ákvæði í kjarasamningi þess efnis, en aðrir eru í vinnu,�?? sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. �??Framundan eru viðræður við sjómenn en næsti fundur er boðaður 5. janúar nk. og þá verða þeir sjómenn sem eru í verkfalli væntanlega með uppi á borðinu þær kröfur sem þeir vilja ná fram í samningunum,�?? bætti Stefán við og sagði að engin umræða hefði verið tekin um uppsagnir starfsmanna.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar tók í sama streng. �??�?að liggur öll vinnsla niðri og fólk komið á atvinnuleysisskrá eins og við höfum heimild til. Uppsagnir eru ekki inni í myndinni hjá okkur vegna verkfallsins,�?? sagði Binni og kvað erfitt að spá í stöðuna í deilunni.