Nú er undirbúningur fyrir þjóðhátíð á lokastigi í Herjólfsdal en hátíðarsvæðið er farið að taka á sig mynd. Veðurspáin verður bara betri og betri með hverjum deginum sem líður að þjóðhátíð og því stefnir allt í góða helgi í Herjólfsdal. Halldór B. Halldórsson kíkti við í Dalnum með myndavélina og festi á filmu það sem fyrir augu bar í undirbúningi fyrir hátíðina. Myndband Halldórs má sjá hér að neðan.