Ingibjörg Sigurjónsdóttir forstöðumaður Kjarnans kynnti á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði starfsemi Kjarnans og fór yfir hvernig til hefur tekist með flutning á nýjan stað. Fram kom í málæi hennar að í þjónustukjarnanum búa sjö íbúar og fá þeir þjónustu eftir þörfum til að geta búið í sjálfstæðri búsetu. Í Kjarnanum er einnig boðið upp á skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni sem er tímabundin dvöl vegna mikilla umönnunarþarfa umfram jafnaldra. Í Kjarnanum er nú veitt sólarhringsþjónusta og starfa þar um þrettán starfsmenn í um níu stöðugildum. Almenn ánægja er með nýju aðstöðuna og staðsetningu Kjarnans. Ráðið þakkar kynninguna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.