Ánægðir með breytingarnar
Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317
Gullberg VE á miðunum. Ljósmynd/vsv.is

Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega.

„Við erum komnir með í skipið núna einhver 230 tonn.“ segir hann en Huginn VE er einnig á miðunum og er veitt í Gullbergið núna. „Við erum núna austast í íslenskri lögsögu.“ Hann segir þá ekki sjá ennþá hvenær þeir komi til með að vera í landi.

Er Halldór er spurður um gæðin segir hann að þetta sé stór og góður fiskur.

Nú var skipið að koma úr klössun, ertu ekki ánægður með það? 

Við erum mjög ánægðir með breytingarnar. Vinnuplássið hefur verið bætt og búið að loka honum bakborðsmegin.Þá var settur í skipið andveltitankur, sem á klárlega eftir að reynast vel á komandi haustmánuðum, svarar Halldór og bætir við að fínasta veður hafi verið þegar þeir komu á miðin. Nú er hins vegar búinn að vera kaldi úr suðvestri sem hjálpar ekki til við veiðarnar.

Og skipið komið í Vinnslustöðvar-litina? Já, ekki má gleyma því. Það er komið í Vinnslustöðvar-búninginn og sæmir sér vel.

 

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.