Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum.
Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur.
Í tilkynningu ÍBV segir: ,,Okkar maður, Andri Erlingsson, gengur til liðs við sænska úrvaldsdeildarfélagið IFK Kristianstad eftir tímabilið. Andri hefur þrátt fyrir ungan aldur, sannað sig sem einn öflugasti leikstjórnandi Olís deildarinnar. Það ætti því ekki að koma á óvart að erlend lið hafi sýnt honum áhuga. Andri fetar því í fótspor systkina sinna, Söndru og Elmars, og heldur út í atvinnumennsku.
IFK Kristianstad er í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.