Rás 2 auglýsti á dögunum eftir nýjum framlögum í hina árlegu Jólalagakeppnina þeirra og hefur nú verið tilkynnt hvaða fimm lög komast í úrslit. Eitt af lögunum sem hlutu úrslitasæti var lagið Bakvið ljósin eftir Eyjamanninn Andra Eyvinsson.
Andri er lagahöfundur, trúbador og tónlistarkennari. Hann segir textann hafa tragískann undirtón en að sagan endi þó fallega.
Lagið varð til á einni kvöldstund og vann Andri allt ferlið sjálfur. Þetta er sjötta lagið sem hann gefur út og segir hann fleiri lög í bígerð.
Hægt er að kjósa Andra hér



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst