Apríl aldrei eins stór í flutningum
farthega_opf
Herjólfur flutti yfir 30 þúsund farþega milli lands og Eyja í síðasta mánuði. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Herjólfur hefur aldrei flutt eins marga farþega og bíla í apríl eins og á þessu ári. Farþegafjöldi fór í fyrsta sinn yfir 30 þúsund og var farþegafjöldi 31.682 í mánuðinum. Í fyrsta sinn fór fjöldi bifreiða yfir 10 þúsund en Herjólfur flutti 10.026 bíla í apríl.

Það sem skýrir þennan aukna fjölda er einkum og aðallega​ það að veður og sjólag var afskaplega hagfellt í apríl​. ​Aðeins einn dag var siglt til Þorlákshafnar ​auk þess sem margir nýttu sér páskafríið til að koma í heimsókn til Eyja. ​Þá hefur aukin markaðssetning til erlendra ferðamanna verið að skila sér.

​​Lítur björtum augum til sumarsins

Ólafur Jóhann, framkvæmdastjóri Herjólfs segir​ í samtali við Eyjafréttir að undanfarin ár h​afi verið lögð aukin áhersla á að markaðssetja Vestmannaeyjar sem spennandi áfangastað ferðamanna og alveg ljóst að sú markaðssetning hefur verið að skila sér í auknum farþegafjölda​. ​,,Eins og við sjáum í nýliðnum mánuði er um það bil fjórðungur farþega er með erlent ríkisfang, langflestir frá Bandaríkjunum,“​ segir hann.

Ólafur ​lítur björtum augum til sumarsins. ​,,Það er heldur ​betri bók​unarstaða nú​ ​miðað við í fyrra en þó segir það takmarkaða sögu, þar sem flestir farþegar kaupa miða í skipið með mjög stuttum fyrirvara.​ En við höfum að minnsta kosti enga ástæðu til annars en að vera full bjartsýni fyrir komandi sumri​,“ segir Ólafur kankvís að lokum.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.