Arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins varpað fyrir róða
7. júní, 2011
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lýsir þungum áhyggjum yfir frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stjórn fisveiða. Ef frumvörpin taka gildi munu þau koma harkalega niður á allri íslensku þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins er varpað fyrir róða. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og er Ísland eina þjóðin sem getur státað af sjávarútvegi sem er rekinn án ríkisstyrkja.