Árið 2019 eitt besta ár í sögu VSV þrátt fyrir loðnubrest
28. maí, 2020

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði hagnaði upp á um 1,2 milljarða króna (9 milljónir evra) á árinu 2019. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,9 milljörðum króna (20,9 milljónum evra), jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið.

Árangurinn náðist þrátt fyrir að engin loðna veiddist í fyrra og humarvertíðin væri ekki svipur hjá sjón. Mikilvæg forsenda góðrar rekstrarniðurstöðu er vel heppnaðar fjárfestingar undanfarinna ára

Þetta kom fram á aðalfundi  VSV í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn var, 26. maí.

Félagið hefur vaxið og dafnað ár frá ári og skilað hagnaði öll ár frá 2000 að einu ári undanskildu. Hjá því voru 170 störf árið 2000 en 315 á árinu 2019 og hefðu líklega verið um 350 ef loðna hefði veiðst og humar sömuleiðis.

Almennt séð er hagnaðarrekstur forsenda þess að fyrirtæki fái vaxið og dafnað og eflt sig og samfélög sín. Hjá Vinnslustöðinni hefur farið saman hagnaðarrekstur, tæknivæðing sem eykur afköst hvers starfsmanns og fjölgun starfa.

Óvissa í ár en bjartsýni til framtíðar

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, sagði að uppbyggingartíminn hefði haft mikil og góð áhrif á fyrirtækið, starfsmenn þess og allt samfélagið í Eyjum:

„Að mínu mati erum við nú að uppskera af uppbyggingunni í félaginu að undanförnu. Á síðastliðnum fimm árum hefur Vinnslustöðin fjárfest fyrir 86 milljónir evra (11,3 milljarða króna á gengi hvers árs), þar af fyrir 69 milljónir evra (9,1 milljarð króna á gengi hvers árs) í varanlegum rekstrarfjármunum, svo sem Breka VE, nýju uppsjávarfrystihúsi, nýrri frystigeymslu og endurnýjun í skipaflotanum.

Ráðist var í þessar fjárfestingar með markvissum hætti en hóflegri skuldsetningu á hverjum tíma, það er að segja félagið hefur alltaf haft borð fyrir báru og arðgreiðsluhæfni félagsins var tryggð. Við höfum alltaf að leiðarljósi að fara varlega.“

Stjórnarformaðurinn rakti áhrif veirufaraldursins heima og heiman, fjallaði um miklar og árangursríkar sóttvarnaraðgerðir til sjós og lands í Vinnslustöðinni og færði þakkir sérstöku teymi sem sett var á laggir í fyrirtækinu undir forystu Lilja Bjargar Arngrímsdóttur, sviðsstjóra mannauðs- og lögfræðisviðs fyrirtækisins.

Sjálf starfsemi Vinnslustöðvarinnar gekk reyndar betur í veirufárinu en hefði mátt ætla. Skipin voru gerð út og fiskur unninn í landi, meira samt í salt en hefði verið gert að óbreyttu. Verulegar birgðir eru því til af saltfiski handa Portúgölum þegar líður á árið og þeir hreyfa sig til matarkaupa vegna aðventu og jóla!

Stjórnarformaðurinn sagði að COVID 19 hefði vissulega veruleg áhrif á starfsemina og reksturinn félagsins í ár en vandi væri að spá um umfang og birtingarmynd erfiðleikanna:

„Og hvað skyldi svo yfirstandandi ár bera í skauti sér í starfsemi og rekstri Vinnslustöðvarinnar þegar upp verður staðið? Svarið gæti verið þetta fullkomlega óræðna: Erfitt er að spá, sérstaklega um framtíðina!

Við skulum segja sem fæst um rekstarhorfur 2020 á meðan fullkomin óvissa ríkir um áhrif veirufaraldursins heima og heiman. Það á ekki síst við um hvenær markaðir okkar taka við sér á ný og hvernig skipast með afurðaverð þegar viðskipti færast í horf sem telja verður eðlilegt. Ég tel hins vegar að stjórnendur félagsins hafi brugðist við aðstæðum af mikilli útsjónarsemi við veiðar og vinnslu. Þegar svo birti til verði félagið tilbúið að svara þörfum og kröfum markaðarins fljótt og vel.“

Hann horfði líka enn lengra fram á við og lagði út af markaðri stefnu félagsins til lengri tíma litið:

„Á næstu árum munum við stefna að meiri endurnýjun skipaflotans og eins stefnum við að því byggja upp nýtt botnfiskvinnsluhús. Framundan er hins vegar að ljúka við að klæða gömlu frystigeymsluna, taka í notkun nýja og glæsilega starfsmannaaðstöðu og taka til og gera fínt í kringum okkur. Að því loknu förum við í að undirbúa næstu fjárfestingar.“

Tilboð um sátt í makrílmálinu ítrekað

Guðmundur Örn Gunnarsson varði hluta ræðu sinnar til að fjalla um makrílmálið svokallaða og sagði þá eftirfarandi:

„Kastljósum var í vetur beint að Vinnslustöðinni og öðrum uppsjávarfyrirtækjum í tilefni áforma um málarekstur þeirra gegn ríkinu og kröfur um skaðabætur vegna úthlutunar aflaheimilda í makríl á árunum 2011 til 2014.

Forsætisráðherra hvatti fyrirtækin til að falla frá málsókn og fjármálaráðherra hótaði því að skattleggja fyrirtækin sérstaklega ef þau fengju dæmdar skaðabætur sér til handa úr ríkissjóði. Fimm fyrirtæki af sjö féllu þá frá málarekstri, það er að segja öll nema Huginn og Vinnslustöðin.

Um það mál er það annars að segja að Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu árið 2014 að ríkið hefði brotið lög með makrílúthlutuninni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í dómi á árinu 2018.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar leitaði ítrekað eftir sáttum en því var hafnað. Á dögunum var farið fram á fund með forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna um málið við hentugt tækifæri en því erindi hefur ekki verið svarað. Ráðamenn hafa mörgum hnöppum að hneppa nú um stundir en gefa sér vonandi tíma síðar á árinu. Okkur liggur ekkert á. Málareksturinn tekur langan tíma, ef til hans kemur á annað borð.

Minnumst þess að sjálfsagðar og eðlilegar leikreglur réttarríkisins eru að útkljá deilur í dómsölum ef aðrar leiðir reynast ófærar af einhverjum ástæðum. Ríkisvaldið telur ekki eftir sér að sækja þannig rétt sinn og spyr þá hvorki um aðstæður þeirra sem sótt er að né um ástandið í samfélaginu á sama tíma. Nú sáu ráðherrar sér hins vegar leik á borði að spila á almenningsálitið og fjölmiðlana í andrúmslofti kórónuveirunnar á kostnað þeirra sem höfðu sigur gegn ríkinu í Hæstarétti.

Makrílmálið á sér ýmsar hliðar og ein sú áhugaverðasta er sú staðreynd að útgerðir í Vestmannaeyjum voru í frumkvöðlahópi sem gerði makrílinn að því sem hann varð um leið og réttur Íslands sem strandríkis var tryggður gagnvart makrílveiðum.

Makrílveiðar og makrílvinnsla er reyndar ein stærsta nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi í seinni tíð. Ætla má að þessi þáttur í starfsemi atvinnugreinarinnar hafi skilað íslenskri þjóð um 200 milljarða króna gjaldeyristekjum á árunum 2006-2018. Þessi verðmæti urðu til að frumkvæði og með þrautseigju fólks og fyrirtækja í sjávarútveginum sjálfum. Þau urðu ekki til á kontórum Stjórnarráðs Íslands, svo því sé haldið til haga!

Af heildaraflaverðmætinu, hafa sennilega um 13% orðið eftir hjá útgerðinni sem hún hefur nýtt til uppbyggingar til sjós og lands.“

Arðgreiðslur, stjórnarkjör og gagnkvæm samstarfsánægja

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti að greiða hluthöfum alls 5 milljónir evra (750 milljónir króna á núgildandi gengi) í arð vegna ársins 2019. Miðað er við að greiða út arðinn í haust en varnagli samt sleginn í aðalfundarsamþykktinni:

„Arðgreiðsludagur er 15. október 2020 en stjórn hefur heimild til að afturkalla arðgreiðsluna að hluta eða öllu leyti fyrir þann tíma telji hún lausafjárstöðu félagsins ekki góða.“

Arðurinn 2020 jafngildir 3% ávöxtun á markaðsvirði hlutafjár VSV. Hliðstætt hlutfall var 1,5% vegna arðgreiðslna fyrir árið 2018. Meðfylgjandi er súlurit um arðgreiðslur VSV frá 2003. Árið 2009 samþykkti aðalfundur tillögu stjórnar um að enginn arður skyldi greiddur hluthöfum.

  • Stjórn Vinnslustöðvarinnar var endurkjörin á aðalfundinum. Aðalmenn eru Einar Þór Sverrisson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Til vara eru Eyjólfur Guðjónsson, Herdís Ásu Sæmundardóttir og Sigurhanna Friðþórsdóttir.
  • Fisk Seafood á Sauðárkróki eignaðist hlut Brims, um þriðjung hlutafjár, í Vinnslustöðinni haustið 2018. Í lok aðalfundarinarins kvöddu fulltrúar beggja eigendahópanna, Eyjamanna og Skagfirðinga, sér hljóðs og lýstu mikilli ánægju með hve rekstur félagsins gengi vel, sem og samstarf og samvinnu í stjórn og í félaginu yfirleitt.

Meðfylgjandi eru myndir úr fiskvinnslu VSV en einnig er hér rifjuð upp heimsókn forseta Íslands og Þýskalands í Breka VE í Vestmannaeyjahöfn í júní 2019. Sá síðarnefndi var á Íslandi í opinberri heimsókn og óskaði sérstaklega eftir því að fá að skoða skipið og kynna sér velheppnaða hönnun þess með tilliti til umhverfismála (mun meiri orka/togkraftur en mun minni olíunotkun). Forsetunum og fylgdarliði þótti mikið til koma.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst