Arnar Pétursson sá rautt í tapi Íslands
Elísa Elíasdóttir, Hafdís Renötudóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Mynd/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Spáni, í annarri umferð milliriðla, á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7:7. Íslenska liðið  náði þriggja marka forystu, 12:9, en það voru Spánverjar sem fóru með eins marks forskot inn í hálfleikinn, 13:14.

Íslensku stelpurnar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og komust yfir, 16:14, á upphafs mínútunum. Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, voru íslensku stelpurnar þremur mörkum yfir, 19:16. Spánverjar voru hins vegar búnar að jafna leikinn í 19:19, fimm mínútum síðar. Þrátt fyrir mjög góðar 45 mínútur í leiknum, þá átti íslenska liðið fá svör síðustu 15 mínúturnar og Spánverjar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur. Lokatölur leiksins, 23:30. Ísland er á botni riðilsins með eitt stig. Spánn er í þriðja sæti með fjögur stig.

Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, fékk að líta rauða spjaldið á loka mínútu leiksins. 

Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir tóku allar þátt í leiknum. Díana Dögg skoraði tvö mörk og Sandra Erlingsdóttir þrjú. Elísa Elíasdóttir komst ekki á blað.

Mörk Íslands: Thea Imani Sturludóttir 7 mörk, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Sandra Erlingsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1.

Lokaleikur Íslands á Heimsmeistaramótinu fer fram á laugardaginn kl. 19:30, gegn Færeyjum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.