Arnar stýrði Íslandi til sigurs á HM
Mynd/HSÍ

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu höfðu betur gegn Færeyjum, í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 30:33 sigri Íslands og var þetta fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM. 

Algjört jafnræði var með liðunum á upphafs mínútum leiksins en eftir tíu mínútur náðu íslensku stelpurnar tveggja marka forystu, 5:7. Íslensku stelpurnar juku forskotið jafnt og þétt og komust mest sex mörkum yfir, 7:13, eftir rúman stundarfjórðung. Færeyingar  minnkuðu muninn og staðan í hálfleik 14:16 Íslandi í vil. 

Ísland var með yfirhöndina í síðari hálfleik og náðu fimm marka forystu strax á upphafs mínútunum. Færeysku stelpurnar minnkuðu muninn niður í eitt mark, 27:28, þegar átta mínútur voru til leiksloka en íslensku stelpurnar voru sterkari á lokakafla leiksins og unnu frábæran þriggja marka sigur.

Þrátt fyrir sigurinn endar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig. Færeyjar eru með þrjú stig í sætinu fyrir ofan. 

Eyjastelpurnar Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir spiluðu allar í leiknum. Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og Elísa Elíasdóttir tvö.

Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 8 mörk, Katrín Tinna Jensdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Dana Björg Guðmundsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.