Arnar Sigurmundsson hefur verið skipaður í samningahóp um sjávarútveg, sem er einn tíu samningahópa sem munu starfa með samninganefnd Íslands um aðild að ESB. Hlutverk hópanna er að annast undirbúning viðræðnanna og verða hóparnir í ráðgjafahlutverki.