Arnar Pétursson, leikmaður karlaliðs ÍBV í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hann tekur við af Svavari Vignissyni sem hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár en Svavar fer reyndar ekki langt, því hann tekur við stjórnartaumunum hjá kvennaliði ÍBV. Báðir eru þeir Arnar og Svavar Eyjamenn í húð og hár og gengu báðir upp í gegnum unglingastarfið hjá félaginu.