Brottflutta Eyjakonan Arndís Atladóttir lauk nýverið við að þýða fallega jólalagið Home for Christmas yfir á íslensku. Þýðing hennar var skrifuð með Vestmannaeyjar í huga og fjallar um þá tilfinningu sem margir kannast við þegar komið er heim yfir jólin.
Lagið er upphaflega eftir norsku söngkonuna og lagahöfundinn Maríu Mena og var samið fyrir Netflix-seríuna Hjem til Jul.
Arndís segir eflaust marga geta tengt við boðskap lagsins, sérstaklega þeir sem búi fjarri heimahögum sínum.
Lagið hefur fengið heitið ,,Heim um jólin” og er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.
Hún hvetur fólk til að gefa sér tíma til að hlusta og vill í leiðinni þakka fyrir allan stuðninginn og óska öllum gleðilegrar hátíðar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst