Knattspyrnumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá ÍBV. Arnór Eyvar, sem að upplagi var miðjumaður, hefur að mestu spilað sem hægri bakvörður undanfarin tímabil með ÍBV og vaxið gífurlega í þeirri stöðu. Alls hefur Arnór leikið 117 leiki með ÍBV og skorað í þeim fjögur mörk, þar af eitt í sumar. Arnór segist spenntur fyrir komandi sumri undir stjórn Eyjamannsins Hermanns Hreiðarssonar.