Í allt útskrifuðust 22 nemar frá Framhaldsskólanum á laugardaginn, 20 stúdentar og tveir sjúkraliðar. Bestum heildarárangri á stúdentsprófi náði Ásgeir Elíasson með meðaleinkunnina 8.79 og næstur var Gabríel Sighvatsson með 8,77. Fengu þeir viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Ásgeir og Júlíana Sveinsdóttir fengu silfurmerki Íþróttaakademíu ÍBV.
Bestum árangri í hjúkrunargreinum náði Steiney Arna Gísladóttir. Fyrir félagsstörf fengu Friðrik Magnússon og Karl Leó Sigurþórsson viðurkenningar sem Drífandi stéttarfélag gaf. Og fyrir mjög góðan árangur í íslensku fékk Gabríel gjöf sem Penninn Eymundsson gaf.
Framhaldsskólinn hefur þá útskrifað 978 stúdenta og 58 sjúkraliða. Stærsti hópurinn var vorið 1997 en þá útskrifuðust 27 stúdentar og tíu með önnur lokapróf framhaldsskóla.