Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framlengja áskriftarkort í sundlauginni um þrjá mánuði vegna tafa á framkvæmdum við innilaugina.
Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en áætlað var og hefur því verið ákveðið að koma til móts þá sem eiga árskort í sundlaugina.
Framlengingin fer sjálfkrafa fram og þurfa korthafar því ekki að aðhafast neitt. Lengri gildistími ætti að koma fram við næstu notkun kortsins.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin hefur valdið og er vonast til að hægt verði að taka á móti sundgestum aftur sem fyrst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.