�??Við höfum bara daginn til þess að klára þetta að mínu mati,�?? segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í kjaradeilu sjómanna en verkfall þeirra hefur staðið yfir frá því í desember. Vísar hann þar til loðnunnar og segir að ef þau verðmæti eiga ekki að synda framhjá Íslendingum þurfi að bregðast hratt við.
�??�?etta er bara orðið alltof langt. �?að þarf að koma flotanum af stað og það tekur tíma. Ef við ætlum að ná þessum loðnubröndum þá er ekki eftir neinu að bíða. �?g held að aðkoma ríkisins sé algerlega óumflýjanleg,�?? segir Ásmundur. Taka megi þann slag hvort ríkið eigi alltaf að koma inn í slíkar kjaradeilur en í þeirri stöðu sem komin sé upp liggi lausnin hjá ríkinu.
�??Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð,�?? segir Ásmundur og vísar þar til þess að ríkið samþykki að fæðispeningar sjómanna verði undanþegnir skatti. �??�?g er alveg tilbúinn að taka þann slag og tel að við verðum bara að sýna röggsemi og klára þetta mál í dag. �?að þarf svo vitanlega að fara í gegnum þingið með breytingum á skattalögum og þar fram eftir götunum.�??
�?etta er nauðsynlegt að mati Ásmundar í ljósi þeirra miklu verðmæta sem séu í húfi. �??Við megum ekki láta þau synda framhjá okkur. Síðan drepst loðnan og verður engum til gagns.�?? Bendir hann á að 17% hrognafylling muni vera komin í loðnuna og því styttist óðfluga í það að hún nái 22-23% og teljist þar með vinnsluhæf. �?etta séu mestu verðmæti uppsjávarskipanna.
Af mbl.is.