Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðið liðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs. Að hans sögn eru þetta augljósir hagsmunaárekstrar og á meðan hann væri við stjórnvöllinn, væri þetta dæmi sem gengi ekki upp.
Þorlákur Árnason, staðfesti þetta í samtali við Vísi fyrr í dag, eftir að tilkynning kom út í gærkvöldi frá ÍBV, að hann hafi sagt starfi sínu lausu.
Þorlákur hafði gert mjög góða hluti með ÍBV, en í fyrra endaði liðið í 9. sæti í Bestu deild karla. Hann hafði nýlega gert þriggja ára samning við ÍBV, því má að segja að þetta hafi verið mjög óvænt.