Ásthild­ur Lóa leiðir Flokk fólksins, Georg Eiður í 2. sæti

Flokk­ur fólks­ins hefur birt fram­boðslista sinn í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, skip­ar efsta sæti list­ans.

Georg Eiður Arn­ars­son, hafn­ar­vörður og trillu­karl, skip­ar annað sætið og Elín Íris Fann­dal, fé­lagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á list­an­um.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hef­ur gegnt for­mennsku í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna frá ár­inu 2017 og bar­ist fyr­ir rétt­ind­um fólks í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008, ekki síst þeirra sem misstu heim­ili sín, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá flokkn­um.
Ásthild­ur hef­ur einnig verið virk í rétt­inda­bar­áttu kenn­ara og var kjör­in í stjórn og samn­inga­nefnd fé­lags grunn­skóla­kenn­ara árið 2018.

List­inn í heild sinni:
Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir – kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna
Georg Eiður Arn­ars­son – hafn­ar­vörður/​trillu­karl
Elín Íris Fann­dal – fé­lagsliði/​leiðsögumaður
Sigrún Berg­lind Grét­ars­dótt­ir – leik­skólaliði/​ör­yrki
Stefán Viðar Eg­ils­son – bíl­stjóri
Inga Helga Bjarna­dótt­ir – sjúkra­liði/​ör­yrki
Hall­grím­ur Jóns­son – vélamaður
Bjarni Páls­son – bak­ari
Jór­unn Lilja Jón­as­dótt­ir – ör­yrki
Heiða Rós Hauks­dótt­ir – ör­yrki
Jóna Ker­úlf – eldri borg­ari
Guðfinna Guðný Sig­ur­geirs­dótt­ir – eldri borg­ari
Rík­arður Óskars­son – ör­yrki
Jón Þór­ar­inn Magnús­son – golf­vall­ar­starfsmaður
Gutt­orm­ur Helgi Rafn­kels­son – vél­virki/​eldri borg­ari
Gunnþór Guðmunds­son – eldri borg­ari
María G. Blóm­kvist Andrés­dótt­ir – eldri borg­ari
Hjálm­ar Her­manns­son – mat­sveinn/​eldri borg­ari
Ámundi Hjör­leifs Elís­son – eldri borg­ari

Nýjustu fréttir

Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.